Starfið felur í sér ábyrgð á að skjala- og gagnastjórnun sé unnin í samræmi við gildandi lög. Yfirumsjón með skjala- og gagnavistun, málastjórnun og upplýsingaöryggi óháð kerfum. Umsjón með skjalastjórnunarkerfi Rannís (GoPro). Viðhald skjalahandbókar með tilheyrandi stöðlum um verklag tengt skjala- og gagnamálum Rannís. Annast samskipti við þjónustuaðila vegna Microsoft Office 365 hugbúnaðar (M365) og þjónustu við starfsfólk tengt þeim hugbúnaði t.d. stofnun teyma og viðhald skipulags. Miðlar þekkingu til starfsfólks og stjórnenda í gegnum leiðsögn og fræðslu um skjala- og gagnamál og Microsoft Ofice 365. Undirbúningur og eftirfylgni við rafræn skil til Þjóðskjalasafns. Viðhald og mótun skjalastjórnunarstefnu Rannís.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Umsóknarfrestur er til og með 23. janúar 2023
Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu Rannís, á www.rannis.is/starfsemi/laus-storf. Umsókn skal fylgja ferilskrá, kynningarbréf ásamt prófskírteinum og upplýsingar um meðmælendur.
Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. reglur nr. 464/1996 um auglýsingar á lausum störfum, með síðari breytingum.
Við ráðningu í starfið er tekið mið af jafnréttisstefnu Rannís og fólk af öllum kynjum hvatt til að sækja um. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin um ráðningu.
Rannís er líflegur vinnustaður með um 60 sérfræðingum sem starfa eftir gildum stofnunarinnar: Áhrif, fagmennska og samstarf. Hlutverk Rannís er að treysta stoðir íslensks samfélags með stuðningi við rannsóknir, nýsköpun, menntun og menningu og styðja þekkingarsamfélagið með rekstri samkeppnissjóða, aðstoð og kynningu á alþjóðlegum sóknarfærum og samstarfsmöguleikum. Rannís greinir og kynnir áhrif rannsókna, menntunar og menningar á þjóðarhag og þjónustar undirbúning vísinda- og tæknistefnu.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 23.01.2023
Herdís Þorgrímsdóttir, Sviðsstjóri rekstrarsviðs
–
[email protected]
–
515 5804
Aðstoðarmatráður – Eskifjörður – Hjúkrunarheimilið Hulduhlíð – SUMRAFLEYSING 2023 Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða í sumarafleysingu aðstoðarmatráð í...
Sækja um starfSérfræðingur í skattrannsóknum tengdum peningaþvætti Skatturinn leitar að öflugum liðsauka til starfa á starfsstöð Skattsins í Reykjavík og til að...
Sækja um starfEmbætti ríkislögreglustjóra leitar að öflugum sérfræðingi til starfa í teymi greiningardeildar. Við leitum að einstaklingi sem hefur góða þekkingu á...
Sækja um starfSérfræðingur á sviði framhaldsskóla- og/eða starfsmenntamála Mennta- og barnamálaráðuneyti leitar eftir sérfræðingi í fullt starf á málefnasviði framhaldsskóla og/eða starfsmenntamála...
Sækja um starfLögfræðingur á skrifstofu sjúkrahúsa og sérþjónustu Heilbrigðisráðuneytið auglýsir laust til umsóknar starfs lögfræðings á skrifstofu sjúkrahúsa og sérþjónustu. Verksvið skrifstofu...
Sækja um starfHjúkrunarfræðingur á skilunardeild Við viljum ráða áhugasaman og metnaðarfullan hjúkrunarfræðing til starfa með okkur á skilunardeild Landspítala við Hringbraut. Skilunardeildin...
Sækja um starf