
Skrifstofumaður/ heilbrigðisritari
Laust er starf ritara á bráðaöldrunarlækningadeild B4 í Fossvogi. Bráðaöldrunarlækningadeild er sólarhringsdeild með 22 legurýmum og fer þar fram greining, meðferð og hjúkrun bráðveikra aldraðra einstaklinga. Við viljum ráða sjálfstæðan, þjónustulipran og metnaðarfullan einstakling sem er jákvæður, með framúrskarandi samskiptahæfni og á auðvelt með að vinna í teymi. Starfið felur í sér mikil samskipti og fjölbreytt, krefjandi verkefni. Bæði getur verið um dagvinnu að ræða og/ eða vaktir.
Starfshlutfall er 100% og æskilegt að umsækjandi geti hafið störf 15.mars 2021 eða eftir samkomulagi.
- Almenn og sérhæfð ritarastörf á deild s.s. símsvörun, upplýsingagjöf, útvegun og frágangur gagna og gagnavinnsla í tölvukerfi Landspítala
- Pantanir og innkaup
- Sinnir daglegum verkefnum á deild skv. verklagi
- Ýmis verkefni í samráði við deildarstjóra
- Stúdentspróf, heilbrigðisritaramenntun og/ eða reynsla af ritarastörfum
- Faglegur metnaður, þjónustulipurð og góð færni í mannlegum samskiptum
- Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð sem og frumkvæði í starfi
- Þekking á tölvukerfi Landspítala æskileg
- Íslensku- og enskukunnátta
- Góð tölvukunnátta
Frekari upplýsingar um starfið
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum.
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá. Öllum umsóknum verður svarað.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem rúmlega 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.
Merkja við auglýsingu
Þú þarft að skrá þig inn til að vista þessa auglýsingu
Sækja um starf
Til að sækja um þetta starf, vinsamlega farðu á radningarkerfi.orri.is.