
Sölumaður með matreiðslumenntun
Stórkaup óskar eftir að ráða einstakling með menntun á sviði matreiðslu til sölustarfa.
Um er að ræða starf sem felur í sér sölu og þjónustu við stóreldhús, mötuneyti og veitingastaði.
Stórkaup þjónustar mötuneyti fyrirtækja, stofnana og útgerða og býður breitt úrval af matvörum
og öðrum rekstrarvörum fyrir eldhús. Jafnframt rekur Stórkaup verslun í Faxafeni 8 sem er opin
bæði fyrir almenning og fyrirtæki. Þar má finna mikið úrval af vörum í stórum pakkningum ásamt
miklu úrvali af ýmiskonar vörum fyrir veislur.
Önnur helstu verkefni
• Samskipti við núverandi viðskiptavini
• Öflun nýrra viðskiptavina
• Þátttaka í uppbyggingu á
framtíðarvöruvali og þjónustu
• Tilboðs- og samningagerð
• Þátttaka í áætlanagerð
Hæfniskröfur
• Matreiðslumenntun
• Sölureynsla af matvælamarkaði
• Góð almenn tölvuþekking
• Sjálfstæð vinnubrögð, skipulag og frumkvæði
• Gott vald á íslensku og ensku
• Hæfni í mannlegum samskiptum
Um er að ræða sölustarf á fyrirtækjasviði Olís, Vatnagörðum 10, Reykjavík, en Stórkaup er hluti af Olís.
Umsóknir berist til mannauðsstjóra Olís, merktar „Stórkaup“ á rbg@olis.is fyrir 5. júli 2020.
Merkja við auglýsingu
Þú þarft að skrá þig inn til að vista þessa auglýsingu