
Sölumaður stóreldhústækja
Óskum eftir sölumanni atvinnueldhús / stóreldhús.
Vegna aukinna verkefna óskum við eftir að ráða sölumann tækjum í stóreldhús.
Leitum að stundvísum áreiðanlegum og þjónustulunduðum einstakling sem vill vinna með góðri liðsheild.
Vinnutími er frá 08.00-17.00. – Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni
· Sala á tækjum í stóreldhús, atvinnueldhús og mötuneyti.
· Ráðgjöf til rekstraraðila og umsjónarmanna stóreldhúsa.
· Tilboðsgerð, pantanir, samskipti og tæknilegar úrlausnir
· Þátttaka í kynningum fyrir viðskiptavini
Menntun og hæfniskröfur
· Kokkur, þjónn eða reynsla við sölu á þessu sviði
· Góðir samskiptahæfileikar
· Framúrskarandi þjónustulund
· Ensku kunnátta æskileg
· Metnaður til að takast á við krefjandi verkefni í spennandi umhverfi
Upplýsingar um umsækjenda, aldur og starfsferil óskast sendar á Sigurð Teitsson netfangið sht@verslun.is
Merkja við auglýsingu
Þú þarft að skrá þig inn til að vista þessa auglýsingu