
Spennandi starf hjá vaxandi fyrirtæki á heilbrigðissviði
Við leitum að drífandi, hörkuduglegum og handlögnum einstaklingi sem getur sinnt fjölbreyttum störfum þvert á deildir fyrirtækisins. Þetta er tilvalið tækifæri fyrir réttan einstakling til að láta til sín taka og vaxa í starfi. Hjá fyrirtækinu starfar öflugur og samhentur hópur fagfólks sem starfar á heilbrigðis- og íþróttamarkaði.
Helstu verkefni
- Móttaka og afhending á vörum
- Uppstilling á vörum í verslun
- Samsetning á stuðnings- og hjálpartækjum
- Almenn tölvuvinna s.s. bókhalds-, birgða- og afgreiðslukerfi
- Sala, afgreiðsla og símsvörun
- Útkeyrsla
- Önnur tilfallandi verkefni
Hæfni, þekking og reynsla
- Menntun og reynsla sem nýtist í starfi, iðn-, tækni- eða háskólamenntun
- Góð tölvukunnátta skilyrði
- Framúrskarandi samskiptahæfni og þjónustulund
- Frumkvæði, drifkraftur og jákvætt viðhorf
- Greiningar- og skipulagshæfileikar, sjálfstæð vinnubrögð og metnaður til að ná árangri í starfi
- Þekking og reynsla af heilbrigðisvörum og íþróttavörum kostur
UMSÓKNARFRESTUR ER TIL OG MEÐ 24. JANÚAR.
Tekið er við umsóknum hér í gegnum ráðningarvefinn.
Umsókn skal fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf þar sem fram koma ástæður þess að sótt er um starfið og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Nánari upplýsingar veita Ása Jóhannesdóttir, framkvæmdastóri, asa@stod.is og Pétur Veigar Pétursson,starfsmannastjóri, petur@veritas.is.
Merkja við auglýsingu
Þú þarft að skrá þig inn til að vista þessa auglýsingu
Sækja um starf
Til að sækja um þetta starf, vinsamlega farðu á umsoknir.veritas.is.