
Sérfræðilæknir í myndgreiningu á röntgendeild
» Greiningar, inngrip og meðferð út frá rannsóknaraðferðum deildarinnar
» Ráðgjöf og samráð við fagaðila innan og utan Landspítala
» Skipulag og verkefnaumsjón
» Þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu
» Þátttaka í kennslu og vísindavinnu
» Góð íslenskukunnátta eða góð kunnátta í ensku og vilji til að læra íslensku
» Þekking og reynsla i helstu rannsóknaraðferðum myndgreiningar
» Jákvæðni, sveigjanleiki og góð samskiptahæfni
» Skilyrði að íslenskt sérfræðileyfi í myndgreiningu liggi fyrir áður en starf hefst
Frekari upplýsingar um starfið
Í umsóknarformið skal skrá inn upplýsingar um:
» Fyrri störf, menntun og hæfni
» Félagsstörf og umsagnaraðila
Nauðsynleg fylgiskjöl:
» Vottað afrit af námsgögnum og starfsleyfum
» Ferilskrá þar sem tilgreind er reynsla af kennslu, vísindavinnu og stjórnunarstörfum
» Kynningarbréf með rökstuðningi fyrir hæfni og sýn á starfið
» Yfirlit yfir birtar vísindagreinar (eða í ritrýni) sem umsækjandi er fyrsti höfundur að
» Afrit af umsókn um læknisstöðu hjá Embætti Landlæknis, sjá hlekk á umsókn hér fyrir neðan
Viðtöl verða höfð við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu í starfið á þeim og innsendum gögnum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 6.000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.
Merkja við auglýsingu
Þú þarft að skrá þig inn til að vista þessa auglýsingu
Sækja um starf
Til að sækja um þetta starf, vinsamlega farðu á radningarkerfi.orri.is.