Viltu slást í hópinn og taka þátt í spennandi uppbyggingu?
Fram undan er mikil uppbygging á HSS og leitum við að metnaðarfullum og jákvæðum einstaklingi til að slást í okkar frábæra hóp.
Við óskum eftir að ráða starfsmenn í býtibúr. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Unnið er á 2-2-3 vöktum. Um er að ræða 70-80% starf.
Á stofnuninni er góð samvinna milli deilda, boðleiðir eru stuttar og hér ríkir góður starfsandi. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða og einstaklingshæfða aðlögun.
Starfið felst í að færa skjólstæðingum mat og sjá um alla þjónustu og þrif í kringum það. Aðstoð við matargerð, skömmtun, uppvask og þrif í eldhúsi.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og/eða umsögnum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSS við ráðningar á stofnunina. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir gilda í sex mánuði.
Á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eru þrjú svið; heilsugæslusvið, sjúkrahússsvið og hjúkrunarsvið. Starfsstöðvar eru í þremur sveitarfélögum; Grindavík, Reykjanesbæ og Vogum. Íbúafjöldi upptökusvæðisins, sem er Reykjanesið, er um 30.000 íbúar auk alþjóðaflugvallar.
Starfshlutfall er 70-80%
Umsóknarfrestur er til og með 30.01.2023
Ólafur Sveinn Guðmundsson
–
[email protected]
–
4220587
Stjórnarráðið | Auglýsing úr Orra Hoppa yfir valmynd Navigation fyrir stærri skjái Stjórnarráð ÍslandsSkjaldarmerki – Fara heim Verkefni Verkefni...
Sækja um starfYfirlandvörður Norðurlandi eystra Umhverfisstofnun leitar að öflugum einstaklingi til að hafa umsjón með friðlýstum svæðum í Mývatnssveit og náttúruvættinu Goðafossi...
Sækja um starfDeildarstjóri heilbrigðisgagnadeildar HVE Heilbrigðisstofnun Vesturlands auglýsir laust til umsóknar starf deildarstjóra heilbrigðisupplýsinga HVE á Akranesi. Deildarstjóri er yfirmaður heilbrigðisgagnafræðinga á...
Sækja um starfSumarafleysingar Rannsóknadeild – Lífeindafræðingur/nemi – Aðstoðarmaður – Ritari Vegna sumarafleysinga eru lausar til umsóknar stöður lífeindafræðings, aðstoðarmanns og ritara á...
Sækja um starfSumarstörf 2023- Störf í öryggisþjónustu, þjónustuveri og móttökum Rekstrarþjónusta óskar eftir starfsfólki í sumarvinnu í öryggisvörslu, þjónustuver og móttökur. Starfið...
Sækja um starfStarfsmaður í veitingaþjónustu á Landspítala Landspítali auglýsir laust til umsóknar almenn störf í veitingaþjónustu. Upphaf starfs er samkomulag en æskilegt...
Sækja um starf