
Starfsmaður í kynningarteymi
Rannís óskast eftir sérfræðingi í fullt starf í kynningarteymi mennta- og menningarsviðs. Starfið felur í sér að viðhalda og uppfæra vefsíður og samfélagsmiðla sem stofnunin rekur og halda utanum fjölbreytt tækifæri fyrir ungt fólk í Evrópu, skipulag á kynningum í framhaldsskólum, aðstoð við framkvæmd eTwinning sem er evrópskur vettvangur fyrir rafrænt skólasamstarf og stuðningur við framkvæmd Erasmus+ áætlunarinnar á Íslandi.
Starfið felur í sér:
- Umsjón með Upplýsingastofu um nám erlendis og hérlendis og rafrænu evrópsku starfatorgi fyrir háskólafólk og vefsetrum þeirra: farabara.is, study.iceland.is og euraxess.is.
- Skipulag á reglulegum kynningum í íslenskum framhaldsskólum og umsjón með vefsetrum með upplýsingum um tækifæri í Evrópu fyrir ungt fólk (europass.is og evrovisi.is )
- Miðlun upplýsinga um eTwinning til íslenskra kennara og sjá um nýskráningar í verkefni (eTwinning.is)
- Sinna mati á umsóknum um Erasmus+ styrki
Starfsmaður þarf að vera reiðubúinn að sinna öðrum þeim störfum sem kunna að þarfnast úrlausnar á stofnuninni.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Háskólapróf sem nýtist í starfi
- Þekking, reynsla og áhugi á samfélagsmiðlum og skilningur á samfélagsmiðlanotkun ungs fólks á aldrinum 16-30 ára
- Færni í notkun upplýsingatækni og vilji að tileinka sér nýja þekkingu
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð ásamt góðri samskiptafærni
- Mjög góð kunnátta í íslensku og ensku bæði tal- og ritmáli
- Góð kunnátta í Norðurlandamáli er kostur
- Metnaður til að ná árangri í starfi með því að sýna vönduð vinnubrögð, frumkvæði og veita góða þjónustu
Upplýsingar um starfið veitir Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðstjóri mennta- og menningarsviðs, í síma 515 5830 eða ahi@rannis.is
Umsóknarfrestur er til og með 11. ágúst 2020. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Umsókn skal fylgja ferilskrá, kynningarbréf og afrit prófskírteina.
Merkja við auglýsingu
Þú þarft að skrá þig inn til að vista þessa auglýsingu
Sækja um starf
Til að sækja um þetta starf, vinsamlega farðu á www.rannis.is.