
Störf í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar
Landhelgisgæsla Íslands leitar að áhugasömum einstaklingum til starfa í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar í Reykjavík. Um vaktavinnu er að ræða þar sem unnið er á þrískiptum, átta tíma vöktum.
Um Landhelgisgæslu Íslands:
Landhelgisgæsla Íslands er borgaraleg öryggis-, eftirlits- og löggæslustofnun sem sinnir öryggisgæslu og björgun á hafi úti og fer með löggæslu á hafinu. Samkvæmt lögum nr. 52/2006 um Landhelgisgæslu Íslands er henni falið að gæta ytri landamæra og standa vörð um fullveldisrétt Íslands á hafsvæðinu kringum landið. Landhelgisgæslan fer með daglega framkvæmd öryggis- og varnarmála sbr. varnarmálalög nr. 34/2008, þ.m.t. er rekstur öryggissvæða, mannvirkja, kerfa, stjórnstöðvar NATO/LHG og ratsjár- og fjarskiptastöðva.
Hjá Landhelgisgæslunni starfar rúmlega 200 manna samhentur hópur sem hefur að leiðarljósi slagorðið: Við erum til taks.
Gildi Landhelgisgæslunnar eru: Öryggi – Þjónusta – Fagmennska
Nánari upplýsingar um Landhelgisgæslu Íslands má finna á: www.lhg.is
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Vöktun sjálfvirkra tilkynningarkerfa skipa
- Fjarskiptaþjónusta við skip
- Móttaka, greining og miðlun neyðarkalla auk tilkynninga um slys eða óhöpp
- Samhæfing verkefna Landhelgisgæslu Íslands vegna leitar og björgunar, löggæslu og fiskveiðieftirlits
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Menntun sem nýtist í starfi
- Reynsla af störfum tengdum sjó eða flugi
- Siglingafræðiþekking
- Þekking og reynsla af fjarskiptum nauðsynleg
- Mjög gott vald á íslensku og ensku
- Góð almenn tölvukunnátta
- Samskiptahæfileikar, sjálfstæði og metnaður til faglegra starfa er skilyrði
- Almenn þekking á íslenskri landafræði
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sameykis og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs.
Umsækjendur þurfa að standast kröfur Landhelgisgæslunnar um líkamlegt og andlegt atgervi. Einnig skulu starfsmenn uppfylla skilyrði fyrir öryggisheimild samanber varnarmálalög nr. 34/2008 og reglugerð nr. 959/2012.
Umsóknarfrestur er til og með 12. apríl 2021. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Landhelgisgæslan áskilur sér rétt til að láta umsóknir gilda í sex mánuði frá dagsetningu auglýsingar. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um.
Nánari upplýsingar veita Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) og Helga Birna Jónsdóttir (helga@intellecta.is) í síma 511 1225.
Merkja við auglýsingu
Þú þarft að skrá þig inn til að vista þessa auglýsingu
Sækja um starf
Til að sækja um þetta starf, vinsamlega farðu á intellecta.is.