Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing í afleysingar í heimahjúkrun. Um er að ræða vaktavinnu. Heimahjúkrun sér um víðtæka hjúkrun í heimahúsum fyrir íbúa á Reykjanesi fyrir utan Grindavík.
Leitað er eftir áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingum sem geta unnið sjálfstætt. Á stofnuninni er góð samvinna milli deilda, boðleiðir eru stuttar og hér ríkir góður starfsandi. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða og einstaklingshæfða aðlögun.
Störf hjúkrunarfræðinga í heimahjúkrun eru bæði fjölbreytt og krefjandi. Heimahjúkrun veitir víðtæka hjúkrun í heimahúsum vegna langvinnra sjúkdóma og andlegrar og líkamlegrar skerðingar. Unnið er á grundvelli þverfaglegs samstarfs sérfræðinga og áhersla lögð á heildarsýn og samþætta þjónustu. Hjúkrunarfræðingar starfa samkvæmt lögum og reglugerðum um heilbrigðisstarfsmenn, siðareglum og markmiðum hjúkrunar og deildarinnar.
Leiðarljós HSS í þjónustu og starfi er umhyggja, fagmennska og virðing.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og/eða umsögnum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSS við ráðningar á stofnunina. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.
Starfsmenn í heimahjúkrun þurfa að hafa bílpróf.
Á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eru þrjú svið; heilsugæslusvið, sjúkrahússvið og hjúkrunarsvið. Starfsstöðvar eru í þremur sveitarfélögum; Grindavík, Reykjanesbæ og Vogum. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sinnir þjónustu í einu fjölmennasta heilbrigðisumdæmi á landinu, um 30.000 manns.
Starfshlutfall er 40-80%
Umsóknarfrestur er til og með 20.03.2023
Margrét Blöndal
–
[email protected]
–
4220500
Sjúkraliðar Nú fjölgum við rýmum á HSS! Vegna mikils skorts á hjúkrunarrýmum fjölgum við rýmum sem tímabundið úrræði til að...
Sækja um starfStjórnarráðið | Auglýsing úr Orra Hoppa yfir valmynd Navigation fyrir stærri skjái Stjórnarráð ÍslandsSkjaldarmerki – Fara heim Verkefni Verkefni...
Sækja um starfForstöðulæknir geðlækninga á Sjúkrahúsinu á Akureyri Við leitum eftir öflugum leiðtoga með faglega hæfni og farsæla reynslu af stjórnun, rekstri...
Sækja um starfHjúkrunarfræðingur á blóð- og krabbameinslækningadeild Hefur þú áhuga á að starfa við hjúkrun sjúklinga með blóðsjúkdóma eða krabbamein og taka...
Sækja um starfSumarafleysingar Kristnesspítali – Hjúkrunarfræðingar/hjúkrunarnemar Vegna sumarafleysinga eru lausar til umsóknar stöður hjúkrunarfræðinga/hjúkrunarnema við Kristnesspítala. Næsti yfirmaður er Eygló Brynja Björnsdóttir...
Sækja um starfMannauðsráðgjafi Mannauðsdeild Landspítala leitar að öflugum mannauðsráðgjafa. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf í þverfaglegu teymi og með...
Sækja um starf