Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða móttökuritara í sumarstarf á heilsugæsluna í Grindavík.
Á stofnuninni er góð samvinna milli deilda, boðleiðir eru stuttar og góður starfsandi. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða og einstaklingshæfða aðlögun.
Starfið felur meðal annars í sér almenna afgreiðslu, uppgjör, símsvörun og bókanir. Upplýsingagjöf og aðstoð við skjólstæðinga auk samvinnu og aðstoðar við aðrar deildir innan stofnunarinnar.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Starfsmannafélag Suðurnesja hafa gert.
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi, ef við á. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og/eða umsögnum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSS við ráðningar á stofnunina. Öllum umsóknum verður svarað um leið og ráðið hefur verið í starfið. Umsókn gildir í 6 mánuði.
Á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eru þrjú svið; heilsugæslusvið, sjúkrahússvið og hjúkrunarsvið. Starfsstöðvar eru í þremur sveitarfélögum; Grindavík, Reykjanesbæ og Vogum. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sinnir þjónustu í einu fjölmennasta heilbrigðisumdæmi á landinu, um 30.000 manns.
Starfshlutfall er 50-100%
Umsóknarfrestur er til og með 27.03.2023
Laufey Sæunn Birgisdóttir
–
[email protected]
Sumarstarf bókhald HH Hefur þú brennandi áhuga á tölum og færslu bókhalds? Við leitum að jákvæðum og töluglöggum einstaklingi í...
Sækja um starfMóttökuritari óskast til sumarafleysinga á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vík Vilt þú starfa á framúrskarandi vinnustað í sumar ? Heilbrigðisstofnun Suðurlands...
Sækja um starfLyfjafræðingur í deild Lyfja og meðferðarhjálpartækja Sjúkratryggingar Íslands auglýsa krefjandi og skemmtilegt starf lyfjafræðings í einingu Lyfjamála í deild Lyfja og...
Sækja um starfHáskólamenntaður fulltrúi Stöður háskólamenntaðra fulltrúa eru lausar til umsóknar hjá utanríkisráðuneytinu. Um að ræða stöður fulltrúa sem sinna m.a. umsýslu...
Sækja um starfFulltrúi í skráningu og þjónustu Samgöngustofa auglýsir lausa til umsóknar stöðu fulltrúa í deild skráningar og þjónustu á umferðarsviði stofnunarinnar....
Sækja um starfSkrifstofustarf/heilbrigðisritari á blóð- og krabbameinslækningadeild Laust er til umsóknar skrifstofustarf á blóð- og krabbameinslækningadeild við Hringbraut. Á deildinni starfar 120...
Sækja um starf