Viltu slást í hópinn og taka þátt í spennandi uppbyggingu?
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða móttökuritara til starfa á heilsugæsluna í Reykjanesbæ.
Um er að ræða tímabundið starf í sumarafleysingar. Unnið er á vöktum.
Á stofnuninni er góð samvinna milli deilda, boðleiðir eru stuttar og góður starfsandi. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða og einstaklingshæfða aðlögun.
Starfið felur meðal annars í sér almenna afgreiðslu, uppgjör, símsvörun og bókanir. Upplýsingagjöf og aðstoð við skjólstæðinga auk samvinnu og aðstoðar við aðrar deildir innan stofnunarinnar.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Starfsmannafélag Suðurnesja hafa gert.
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi, ef við á. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og/eða umsögnum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSS við ráðningar á stofnunina. Öllum umsóknum verður svarað um leið og ráðið hefur verið í starfið. Umsókn gildir í 6 mánuði.
Á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eru þrjú svið; heilsugæslusvið, sjúkrahússvið og hjúkrunarsvið. Starfsstöðvar eru í þremur sveitarfélögum; Grindavík, Reykjanesbæ og Vogum. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sinnir þjónustu í einu fjölmennasta heilbrigðisumdæmi á landinu, um 30.000 manns.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 20.02.2023
Ástríður Sigþórsdóttir
–
[email protected]
–
4220630
Skrifstofustjóri – Geðheilsuteymi HH austur Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins leitar eftir skrifstofu- og kerfisstjóra í ótímabundið starf við Geðheilsuteymi austur sem er þverfaglegt...
Sækja um starfMóttökuritari Heilsugæslan Mjódd Heilsugæslan Mjódd auglýsir laust til umsóknar starf móttökuritara. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1. mars 2023...
Sækja um starfLaunafulltrúi Starf launafulltrúa á launadeild Landspítala er laust til umsóknar. Um er að ræða fullt dagvinnustarf sem felur í sér...
Sækja um starfÞjónustufulltrúi í afgreiðslu hjá Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu leitar eftir metnaðarfullum og framsýnum starfskrafti í stöðu þjónustufulltrúa í...
Sækja um starfSamskiptafulltrúi á skrifstofu forstjóra Laus er til umsóknar staða samskiptafulltrúa á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Um er að ræða 70-80% stöðu...
Sækja um starfThe Embassy of Japan seeks a capable, responsible and flexible person for the position of Office Clerk, mainly as a...
Sækja um starf