Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing til sumarafleysinga á öldrunardeildina á Hvammstanga. Dag og kvöldvaktir, helgarvinna ásamt bakvöktum. Starfstímabil eftir samkomulagi hvort sem um er að ræða allt sumarið eða styttri vinnutarnir.
Ber ábyrgð á að skipuleggja og framkvæma hjúkrun skjólstæðinga á faglegum forsendum, í samræmi við lög um heilbrigðisþjónustu og stefnu HVE. Vinnur undir stjórn deildarstjóra og ber faglega, siðferðislega og lagalega ábyrgð á störfum sínum skv. Siðareglum hjúkrunarfræðinga. Ber ábyrgð á að framfylgja reglum um hreinlæti og smitgát á stofnuninni. Sýnir faglegan metnað og færni og leitast við að viðhalda þekkingu sinni og stuðlar að framþróun í hjúkrun. Þekkir og vinnur eftir Lögum um heilbrigðisstarfsmenn 34/2012.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.
Sótt er um starfið rafrænt á www.hve.is eða á starfatorg.is. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá, staðfest afrit af íslensku hjúkrunarleyfi og afrit af námskeiðum. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Starfshlutfall er 40-100%
Umsóknarfrestur er til og með 08.02.2023
Guðrún Helga Marteinsdóttir, Deildarstjóri
–
[email protected]
–
432-1310
Þura Björk Hreinsdóttir, Framkvæmdarstjóri hjúkrunar
–
[email protected]
–
432-1000
Viltu taka þátt í að móta skóla- og velferðarþjónustu í faglegu og fallegu umhverfi Uppsveita og Flóa í Árnessýslu? ...
Sækja um starfSumarstarf sem ritari/aðstoðmaður á Lyflækningadeild HSU Selfossi Lyflækningadeild HSU á Selfossi óskar eftir að ráða jákvæðan og þjónustulundaðan starfsmann í...
Sækja um starfHjúkrunarfræðingar og hjúkrunarnemar óskast í sumarstörf á Móberg hjúkrunarheimili HSU á Selfossi Hjúkrunarfræðingar og hjúkrunarnemar óskast í sumarstörf á nýtt...
Sækja um starfSumarstörf 2023 – Læknanemar sem lokið hafa 4., 5. eða 6. námsári Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem...
Sækja um starfTímabundin staða í heilsuvernd grunnskólabarna á HSN Akureyri Laus er til umsóknar 40-80% afleysingastaða skólahjúkrunarfræðings hjá HSN Akureyri. Æskilegt er...
Sækja um starfSérfræðilæknir á sýkla- og veirufræðideild Laus er til umsóknar staða sérfræðilæknis með sérhæfingu í sýkla- og/eða veirufræði. Æskilegt starfshlutfall er...
Sækja um starf