Finnst þér gaman að þjónusta og vera á hreyfingu?
Rekstrarþjónusta auglýsir eftir öflugu starfsfólki í vaktavinnu og dagvinnu hjá flutninga- og deildarþjónustu.
Hjá rekstrarþjónustu starfa um 100 manns að fjölbreyttri og mikilvægri þjónustu við deildir, sjúklinga og gesti spítalans. Starfsmenn rekstrarþjónustu starfa eftir þjónustustefnu þar sem markmiðið er að vera til fyrirmyndar í þjónustu. Við bjóðum lífleg störf hjá traustum vinnuveitanda, góðan starfsanda, gott mötuneyti og 36 stunda vinnuviku. Þessi störf eru tilvalin fyrir sumarstarfsfólk sem vill kynnast spítalanum og stefnir mögulega á nám á sviði heilbrigðisvísinda.
Við viljum starfsfólk sem er samviskusamt, nákvæmt, jákvætt og sveigjanlegt og sem hefur gaman af því að hreyfa sig í vinnunni.
Vinnutími á vöktum er 10.30-20 virka daga og 8-18 um helgar.
Vinnutími í dagvinnu er 8-16 hjá flutningaþjónustu en 8-16 eða 10-18 hjá deildaþjónustu.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sameyki hafa gert.
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Flutningaþjónusta, sendill, sérhæfður starfsmaður, almenn störf
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 28.02.2023
Viktoría Jensdóttir
–
[email protected]
Hrafnhildur Ýr Matthíasdóttir
–
[email protected]
Hjúkrunarfræðingur og hjúkrunarnemi á gjörgæsludeild Lausar eru til umsóknar 80-100% stöður hjúkrunarfræðings og hjúkrunarnema sem lokið hefur 3 námsárum á...
Sækja um starfHjúkrunarfræðingur óskast til sumarafleysinga í fjölbreytt og spennandi starf á Heilsugæslu HSU í Vík Vilt þú starfa á framúrskarandi vinnustað...
Sækja um starfLæknir – vera á skrá hjá HSU Hér geta læknar með starfsleyfi og læknanemar skráð almenna starfsumsókn Umsóknir hverfa eftir...
Sækja um starfLæknanemar í sumarafleysingar á HSN Akureyri Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Akureyri auglýsir eftir læknanemum í sumarafleysingar. Ráðningartími er frá 1. júní...
Sækja um starfStjórnarráðið | Auglýsing úr Orra Hoppa yfir valmynd Navigation fyrir stærri skjái Stjórnarráð ÍslandsSkjaldarmerki – Fara heim Verkefni Verkefni...
Sækja um starfHjúkrunarfræðingur – Fjarðabyggð – Heilsugæsla – Afleysing Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing í afleysingu til starfa á...
Sækja um starf