Við sækjumst eftir hjúkrunarnemum til starfa í okkar góða hóp í lærdómsríku starfsumhverfi á Sjúkrahúsinu á Akureyri.
Í sumar eru laus til umsóknar fjölbreytt sumarstörf fyrir nema í hjúkrunarfræði sem lokið hafa 1., 2. eða 3. námsári. Í boði eru fjölbreytt störf víða um spítalann.
Sjúkrahúsið á Akureyri er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 800 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Samkvæmt mannauðsstefnu Sjúkrahússins á Akureyri er lögð áhersla á að ráða til starfa og halda í hæfileikaríka einstaklinga. Við val á starfsfólki er menntun, reynsla, færni og hæfni höfð að leiðarljósi. Mannauðsstefnan er leiðarljós stjórnenda og starfsfólks sem gerir sjúkrahúsið framsækinn og eftirsóknarverðan vinnustað, en hún byggir á grunngildum sjúkrahússin sem eru: ÖRYGGI, SAMVINNA og FRAMSÆKNI.
Ef einhverjar spurningar endilega sendið tölvupóst á Kristjönu Kristjánsdóttur mannauðráðgjafa á netfangið [email protected]
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sameyki hafa gert.
Umsóknum skulu fylgja ítarlegar upplýsingar um nám og starfsferil ásamt prófskírteinum og starfsleyfi. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Við ráðningar í störf er tekið mið af jafnréttisstefnu sjúkrahússins, sem er reyklaus vinnustaður.
Upphafsdagur sem og starfshlutfall er samkomulag.
Sjúkrahúsið á Akureyri veitir alþjóðlega DNV-GL vottaða heilbrigðisþjónustu með ISO vottuðu gæðastjórnunarkerfi.
Áhersla er á virka þátttöku allra starfsmanna til að uppfylla þær gæðakröfur sem gerðar eru í alþjóðlegum staðli sem sjúkrahúsið er vottað eftir.
Gildi Sjúkrahússins á Akureyri eru: ÖRYGGI SAMVINNA FRAMSÆKNI
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Starfshlutfall er 20-100%
Umsóknarfrestur er til og með 28.02.2023
Erla Björnsdóttir
–
[email protected]
–
463-0100
Kristjana Kristjánsdóttir
–
[email protected]
–
463-0100
Sumarstörf við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri Landbúnaðarháskóli Íslands hefur opnað fyrir umsóknir um sumarstörf. Starfstímabilið er frá 15. maí til...
Sækja um starfMóttökuritarar í sumarafleysingar á HSN Akureyri Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Akureyri óskar eftir móttökuriturum í sumarafleysingar á heilsugæslustöð. Ráðningatími er frá...
Sækja um starfSumarstörf – Ráðgjafar á Bjargey meðferðarheimili Barna- og fjölskyldustofa leitar að ráðgjöfum í sumarafleysingar á Bjargey, meðferðarheimili fyrir unglinga. Um...
Sækja um starfStarfsfólk við aðhlynningu í sumarafleysingar á HSN Siglufirði Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Siglufirði óskar eftir starfsmönnum við aðhlynningu í sumarafleysingar. Ráðningartími...
Sækja um starfLæknir í sumarafleysingar á HSN Húsavík Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík óskar eftir lækni til starfa í sumarafleysingar. Læknar sem starfa...
Sækja um starfHjúkrunarnemar í sumarafleysingar á HSN Sauðárkróki Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Sauðárkróki óskar eftir að ráða hjúkrunarnema í sumarafleysingar á hjúkrunar- og...
Sækja um starf