Barna- og fjölskyldustofa leitar að ráðgjöfum í sumarafleysingar á Bjargey, meðferðarheimili fyrir unglinga. Um er að ræða þrjár 100% stöður í vaktavinnu sem heyra undir forstöðumann Bjargeyjar. Starfsstöð er að Laugalandsskóla í Eyjafjarðarsveit.
Persónulegir eiginleikar
Lögð er áhersla á persónulega eiginleika, svo sem góða samskiptahæfni, sveigjanleika, jákvætt viðhorf til skjólstæðinga, líkamlegt og andlegt heilbrigði, áhuga á meðferðarstörfum og skipulögð vinnubrögð.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sameyki hafa gert.
Athugið að meðferðarheimilið er lokað í tvær vikur yfir sumarið, frá 25. júlí til og með 7. ágúst.
Við úrvinnslu umsókna um störfin gildir mat Barna- og fjölskyldustofu á hæfni og eiginleikum umsækjenda. Vakin er athygli á að stofnunin aflar sjálf upplýsinga úr sakaskrá áður en viðkomandi hefur störf. Barna- og fjölskyldustofa hvetur alla til að sækja um, óháð kyni.
Með umsóknum skulu fylgja upplýsingar um menntun og fyrri störf. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Allar umsóknir gilda í sex mánuði frá birtingu ef starf losnar að nýju innan þess tíma.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 20.03.2023
Ólína Freysteinsdóttir, Forstöðumaður
–
[email protected]
–
5308807
Móttökuritari í sumarafleysingar á HSN Skagaströnd Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Skagaströnd óskar eftir móttökuritara á heilsugæslu. Starfsmaðurinn sinnir einnig afgreiðslu í...
Sækja um starfSjúkraflutningamenn óskast til starfa í sumarafleysingar sumarið 2023 á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Hvolsvelli Sjúkraflutningamenn óskast til starfa í sumarafleysingar á Heilbrigðisstofnun...
Sækja um starfStarfsfólk við ræstingu í sumarafleysingar á HSN Sauðárkróki Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Sauðárkróki óskar eftir starfsmönnum í ræstingar. Ráðningartímabil frá lok...
Sækja um starfFélagsliði í sumarafleysingar í heimahjúkrun á Akureyri Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Akureyri óskar eftir félagsliðum í heimahjúkrun sumarafleysingar. Helstu verkefni og...
Sækja um starfStarfsfólk við aðhlynningu í sumarafleysingar á HSN Siglufirði Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Siglufirði óskar eftir starfsmönnum við aðhlynningu í sumarafleysingar. Ráðningartími...
Sækja um starfSUMARSTÖRF 2023 – Læknanemar sem lokið hafa 1., 2. eða 3. námsári Laus eru til umsóknar sumarstörf við umönnun fyrir...
Sækja um starf