Opið er fyrir umsóknir um sumarstörf á starfstöðvum á Norðursvæði. Starfsstöðvarnar eru staðsettar á Akureyri, Húsavík, Hvammstanga, Sauðárkróki, Vopnafirði/ Þórshöfn. Vinsamlegast takið fram í umsókn undir athugasemdum á hvaða starfsstöð viðkomandi sækir um. Vinnuhópar eru starfræktir hjá Vegagerðinni yfir sumartímann. Þar er unnið að almennu viðhaldi og fyrirbyggjandi viðhaldi vegsvæða með minniháttar verkum.
Unnið við fyrirbyggjandi viðhald og almennt minniháttar viðhald vegsvæða. Vinna við umferðarmerki, vegvísa, stikur, málningarvinna. Holuviðgerðir, ristahlið, hreinsun vegsvæðis. Tiltekt í áhaldahúsi og lóð. Önnur tilfallandi störf er upp kunnu að koma hverju sinni.
Almenn menntun
Þarf að vera 18 ára eða eldri
Almennt ökuskírteini
Góð öryggisvitund
Reynsla af sambærilegum störfum æskileg
Hæfni í mannlegum samskiptum
Frumkvæði og hæfni að vinna í hóp
Góð kunnátta í íslensku
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður. Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. Umsókn skal fylgja ferilskrá þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og upplýsingar um fyrri störf. Öllum umsóknum um starfið verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf á bilinu 15. maí-6.júní.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 15.03.2023
Heimir Gunnarsson, deildarstjóri þjónustudeildar Norðursvæðis
–
[email protected]
–
5221000
Rekstrarstjóri á Patreksfirði – sumarafleysing Við leitum að jákvæðum og áhugasömum starfskrafti í afleysingu fyrir rekstrarstjóra á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á...
Sækja um starfSjúkraliðar/nemar í sumarafleysingar á HSN Sauðárkróki Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Sauðárkróki óskar eftir sjúkraliðum og sjúkraliðanemum til starfa í sumarafleysingar á...
Sækja um starfStarfsmaður óskast í sumarafleysingar í Eldhús HSU í Vestmannaeyjum sumarið 2023 Starfsmaður óskast í sumarafleysingu í Eldhús HSU – Vestmannaeyjum...
Sækja um starfSumarstörf 2023 – Býtibúr Við leitum eftir jákvæðum og þjónustuliprum einstaklingum til starfa í býtibúr Landspítala sumarið 2023. Í boði...
Sækja um starfHjúkrunarnemar í sumarafleysingar á HSN Sauðárkróki Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Sauðárkróki óskar eftir að ráða hjúkrunarnema í sumarafleysingar á hjúkrunar- og...
Sækja um starfStarfsmaður í þjónustudeild – þvottahús – Fjarðabyggð – Hjúkrunarheimilið Uppsalir Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða starfsmann í þvottahúsi...
Sækja um starf