Háskóli Íslands
Betri háskóli – betra samfélag
Viltu taka þátt í að móta kennslu í háskóla í fremstu röð?
Háskóli Íslands leitar eftir öflugum stjórnanda í starf sviðsstjóra kennslusviðs. Kennslusvið er eitt stoðsviða sameiginlegrar stjórnsýslu skólans. Hlutverk kennslusviðs er að hafa umsjón með sameiginlegum málefnum sem varða nám og kennslu við skólann, svo sem inntöku stúdenta, nemendaráðgjöf, kennsluskrá, stuðningi við starfsþróun kennara, innleiðingu rafrænna lausna í kennslu og fleira. Sjö einingar heyra undir sviðið og 50-60 starfsmenn starfa við það, sjá nánar á https://www.hi.is/haskolinn/kennslusvid.
Kennslusvið og sviðsstjóri starfa náið með aðstoðarrektor kennslu, öðrum lykilstjórnendum, Kennslumálanefnd HÍ, öðrum stoðeiningum, kennslustjórum og fræðasviðum skólans. Sviðsstjóri heyrir undir framkvæmdastjóra miðlægrar stjórnsýslu.
Sviðsstjóri er næsti yfirmaður stjórnenda þeirra starfseininga sem heyra undir sviðið, ber ábyrgð á samþætta starf þeirra og samhæfa og styðja við kennslumál á fræðasviðum. Kennslusvið hefur faglega umsjón með reglum og málefnum sem varða kennslu og nám fyrir skólann í heild, svo sem skráningu stúdenta, nemendaskrá, mat á námi, gæðamati kennslu og próf. Sviðið hefur einnig aðkomu að innleiðingu stefnu Háskóla Íslands sem snýr að námi og kennslu, svo og stuðningi við gæði og þróun náms og kennslu við skólann.
Helstu verkefni sviðsstjóra fela m.a. í sér:
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.
Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans, sjá hér: http://www.hi.is/haskolinn/jafnrettisaaetlun#markmid2.
Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands, sjá hér: https://www.hi.is/haskolinn/malstefna_haskola_islands
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 28.03.2023
Ragnhildur Ísaksdóttir
–
[email protected]
–
525 4355
Aðstoðarmatráður – Eskifjörður – Hjúkrunarheimilið Hulduhlíð – SUMRAFLEYSING 2023 Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða í sumarafleysingu aðstoðarmatráð í...
Sækja um starfSérfræðingur í geðlækningum Laus er til umsóknar 50-100% staða sérfræðings í geðlækningum við Sjúkrahúsið á Akureyri , staðan er laus...
Sækja um starfVerkefnastjóri á sviði heilbrigðisupplýsinga Embætti landlæknis leitar að öflugum verkefnastjóra til starfa á heilbrigðisupplýsingasviði. Sviðið ber ábyrgð á greiningu gagna...
Sækja um starfSérfræðingur í skipatæknideild Samgöngustofa óskar eftir að ráða rafmagns sérfræðing á skipatæknideild. Helstu verkefni og ábyrgð Starfið felst í yfirferð...
Sækja um starfEftirlitsdýralæknir á inn- og útflutningsdeild Matvælastofnunar Matvælastofnun óskar eftir umsóknum um starf eftirlitsdýralæknis á Inn- og útflutningsdeild stofnunarinnar sem staðsett...
Sækja um starfSérfræðingur við hönnunarstjórn Borgarlínu Laust er til umsóknar starf sérfræðings á hönnunardeild Vegagerðarinnar í Garðabæ. Vegagerðin vinnur að þróun, skipulagi,...
Sækja um starf