Háskóli Íslands
Betri háskóli – betra samfélag
Tæknistarf á rannsóknastofu við Lífvísindasetur Háskóla Íslands í rannsóknaverkefni á sviði frumulíffræði og sameindalíffræði er laust til umsóknar. Verkefnið er um stjórnun náttúrulega ónæmiskerfisins og tengist örvun á fyrstu vörnum hýsils til að hindra sýkingar. Í verkefninu verða nýmynduð lífræn efni (lyfjavísar) af skilgreindum efnaflokki notuð til að örva boðleiðir sem leiða til aukinnar framleiðslu á varnarpeptíðum og styrkja þekjuvarnir. Þessi örvun á fyrstu varnarlínunni vinnur á móti sýklum á þekju yfirborði og örvar átfrumur til hreinsunar og getur komið í veg fyrir sýkingar. Fjármögnun er frá Horizon Europe verkefninu IN-ARMOR og samanstendur af samstarfsneti vísindamanna sem eru sérhæfðir í lífrænni efnafræði, frumulíffræði, sýkingum, bólgusjúkdómum, lyfjaþróun og lifandi módelkerfum. Áætluð byrjun fyrir verkefnið er maí 2023. Verkefnið er vistað hjá Lífvísindasetri HÍ við Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands.
Í upphafi verða skilgreind efni sem örva tjáningu varnarpeptíða. Varnarpeptíðin eru mynduð af þekjufrumum og átfrumum sem fyrsta vörn og stýra samsetningu örveruflórunnar. Örvun á varnarpeptíðum vinnur á móti neikvæðum sýklaáhrifum á þekjuvarnir og kemur í veg fyrir sýkingar. Fyrir örvunarefnin verða boðleiðir, markprótein, umritunarþættir og breytt genatjáning skilgreind. Evrópu samstarfsnetið í verkefninu mun síðan skilgreina virkni í viðurkenndum dýramódelum og vinna að hámörkun áhrifa. Samvinna á rannsóknastofunni verður við nýdoktor sem mun aðstoða og skipuleggja tilraunavinnuna. Fræðilega er verkefnið á sviði lífefnafræði, frumulíffræði og ónæmisfræði með rætur í viðmikilum samstrafsrannsóknum prófessora við Háskóla Íslands (HÍ) og Karólinska stofnunina (KI) í Stokkhólmi, þeirra Gudmundar H. Gudmundsson (HÍ) og Birgitta Agerberth ásamt Peter Bergman (bæði við KI). Einnig er samstarf við nýsköpunarfyrirtækið Akthelia í Reykjavík. Eftirfarandi greinar gefa góða mynd af rannsóknabakgrunni verkefnisins:
1) Myszor I.T. et al., Novel aroylated phenylenediamine compounds enhance antimicrobial defense and maintain airway epithelial barrier integrity.
Sci Rep. 2019 May 8;9(1):7114. doi: 10.1038/s41598-019-43350-z.
2) Bergman P, et al., Host Directed Therapy Against Infection by Boosting Innate Immunity. Front Immunol. 2020 Jun 12;11:1209. doi: 10.3389/fimmu.2020.01209.
3) Islam D, et al., Downregulation of bactericidal peptides in enteric infections: a novel immune escape mechanism with bacterial DNA as a potential regulator. Nat Med. 2001 Feb;7(2):180-5. doi: 10.1038/84627.
4) Sarker P. et al., Phenylbutyrate counteracts Shigella mediated downregulation of cathelicidin in rabbit lung and intestinal epithelia: a potential therapeutic strategy. PLoS One. 2011;6(6): e20637. doi: 10.1371/journal.pone.0020637)
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.
Umsókn skal fela í sér: i) ferilskrá (með lista yfir útgefnar vísindagreinar), ii) staðfest afrit af námsárangri í námskeiðum á háskólastigi (BSc, MSc), iii) Titill og útdráttur meistararitgerðar, iv) hálf blaðsíðu um rannsóknaráhuga umsækjanda og styrkleika, v) hálfa blaðsíðu (hámark) um hvað umsækjandi telur sig hafa fram að færa við mótun og vinnslu verkefnisins og vi) nöfn tveggja umsagnaraðila og upplýsingar um hvernig má hafa samband við þá (nafn, staða, stofnun, netfang).
Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.
Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans, sjá hér: http://www.hi.is/haskolinn/jafnrettisaaetlun#markmid2.
Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands, sjá hér: https://www.hi.is/haskolinn/malstefna_haskola_islands
Lífvísindasetur Háskóla Íslands (http://lifvisindi.hi.is/) er meginvettvangur rannsókna í frumulíffræði og sameindalíffræði meðal annars tengt læknisfræði. Lífvísindasetur Háskólans býður upp á alþjóðlegt rannsóknarumhverfi þar sem erlendum starfsmönnum og nemendum fjölgar ár hvert. Rannsóknaumhverfið er alþjóðlegt með fjölda sérfræðinga í sameindalíffræði, nýdoktora, doktorsnema og meistaranema.
Á Verkfræði- og náttúruvísindasviði starfa um 360 manns við rannsóknir og kennslu á sviði verkfræði og náttúruvísinda. Starfsumhverfið er alþjóðlegt enda eykst sífellt hlutfall erlendra starfsmanna og nemenda við sviðið, en fjórðungur bæði starfsmanna og framhaldsnema eru erlendir. Nemendur Verkfræði- og náttúruvísindasviðs eru um 2300 talsins í sex deildum. Þar af eru 350 í meistaranámi og 150 í doktorsnámi. Rannsóknarstofnanir sviðsins eru Jarðvísindastofnun og Eðlisvísindastofnun sem tilheyra báðar Raunvísindastofnun, Líf- og umhverfisvísindastofnun, Verkfræðistofnun og Stofnun Sæmundar fróða sem er þverfræðileg stofnun og heyrir undir öll fræðasvið háskólans. Margir vísindamenn sviðsins tengjast Lífvísindasetri.
Háskóli Íslands er stærsta kennslu-, rannsókna- og vísindastofnun Íslands.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 03.04.2023
Guðmundur H Guðmundsson, Prófessor
–
[email protected]
Doktorsnemi í eðlisfræði ljóss og efnis við Raunvísindastofnun, Háskóli Íslands Leitað er að ábyrgum og drífandi einstaklingi í starf doktorsnema...
Sækja um starfNýdoktor við Lífvísindasetur Staða nýdoktors við Lífvísindasetur Háskóla Íslands í rannsóknaverkefni á sviði frumulíffræði og sameindalíffræði er laus til umsóknar....
Sækja um starfStærðfræðikennari í MK Menntaskólinn í Kópavogi auglýsir eftir kennara í stærðfræði frá og með 1. ágúst 2023 í 100% stöðu. ...
Sækja um starfAðjúnkt í samfélagsgeðhjúkrun Háskólinn á Akureyri auglýsir lausa til umsóknar 49% stöðu aðjúnkts við námsbraut fagnáms sjúkraliða með áherslu á...
Sækja um starfEnskukennari óskast Hjá FVA eru laus til umsóknar staða kennara í ensku, skólaárið 2023-2024. FVA er framsækinn og traustur framhaldsskóli...
Sækja um starfSérkennari og sviðsstjóri á starfsbraut Menntaskólinn á Ísafirði er framsækinn framhaldsskóli. Skólinn býður upp á fjölbreytt nám í bók-, list-,...
Sækja um starf