
Talmeinafræðingur/ afleysingastarf á Landspítala
Hjá talmeinaþjónustu Landspítala fer fram fjölbreytt starfsemi við greiningu, ráðgjöf og meðferð vegna tal- og raddmeina, málstols og kyngingartregðu einstaklinga á öllum aldri. Á vegum deildarinnar fer fram reglubundin fræðsla heilbrigðisstétta. Á deildinni starfar nú samhentur hópur 9 talmeinafræðinga sem sinna fjölbreyttum og spennandi störfum víða um spítalann. Talmeinafræðingar á Landspítala starfa í öflugum þverfaglegum teymum og í nánu samstarfi við aðrar deildir spítalans.
» Greining, meðferð og ráðgjöf vegna kyngingartregðu
» Þverfagleg teymisvinna
» Sérhæfð verkefni sem heyra undir fagsvið talmeinafræði
» Hæfni og geta til að starfa í teymi
» Faglegur metnaður og sjálfstæði í starfi
» Frumkvæði, yfirsýn og skipulagsfærni
» Íslenskt starfsleyfi sem talmeinafræðingur
» MS próf í talmeinafræði
» Góð íslenskukunnátta
Frekari upplýsingar um starfið
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Öllum umsóknum verður svarað.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem hátt í 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.
Merkja við auglýsingu
Þú þarft að skrá þig inn til að vista þessa auglýsingu
Sækja um starf
Til að sækja um þetta starf, vinsamlega farðu á radningarkerfi.orri.is.