Þroskaþjálfi óskast til starfa á Barna- og unglingageðdeild Landspítala. Um er að ræða annars vegar starf á legudeild og hins vegar á göngudeild og ráðið verður í störfin eftir samkomulagi. Á göngudeild er unnið í dagvinnu en á legudeild er vinnufyrirkomulag vaktavinna en einnig er möguleiki á að vinna dagvinnu eingöngu.
BUGL samanstendur af tveimur deildum á Landspítala, legudeild og göngudeild. Þar er veitt sérhæfð og fjölskyldumiðuð heilbrigðisþjónusta við börn sem þarfnast sjúkrahúsþjónustu vegna geðræns vanda. Unnið er í þverfaglegum teymum og er mikil samvinna höfð við fagaðila í nærumhverfi.
Á BUGL starfa um 100 einstaklingar í fjölskylduvænu starfsumhverfi. Starfsaðlögun er markviss og einstaklingshæfð og miklir möguleikar eru til starfsþróunar og sérhæfingar. Þjónustan er í stöðugri framþróun og kapp er lagt á styttingu biðtíma.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Þroskaþjálfafélag Íslands hafa gert.
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi, ef við á. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 6700 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum.
Öllum umsóknum verður svarað.
Umsækjendur skulu framvísa nýju sakavottorði áður en til ráðningar getur komið, sbr. meginreglur laga um barnavernd sem m.a. koma fram í 2. mgr. 36. gr. laga nr. 80/2002.
Starfsmerkingar:: Heilbrigðisþjónusta, Þroskaþjálfi
Starfshlutfall er 80-100%
Umsóknarfrestur er til og með 04.04.2023
Sigurveig Sigurjónsd Mýrdal, Deildarstjóri
–
[email protected]
–
543 4300
Tinna Guðjónsdóttir, Aðstoðardeildarstjóri
–
[email protected]
–
543 4300
Stjórnarráðið | Auglýsing úr Orra Hoppa yfir valmynd Navigation fyrir stærri skjái Stjórnarráð ÍslandsSkjaldarmerki – Fara heim Verkefni Verkefni...
Sækja um starfHjúkrunarfræðingar og hjúkrunarnemar óskast í sumarafleysingu á Hraunbúðir hjúkrunarheimili HSU í Vestmannaeyjum Hjúkrunarfræðingar og hjúkrunarnemar óskast til starfa í sumar...
Sækja um starfHjúkrunarfræðingur á lyflækningadeild HVE Akranesi Hjúkrunarfræðingur óskast til starfa á lyflækningadeild Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, Akranesi. Um er að ræða vaktavinnu, unnið...
Sækja um starfKlínískur yfirnæringarfræðingur við Sjúkrahúsið á Akureyri Laus er til umsóknar 100% staða næringarfræðings (möguleiki á lægra starfshlutfalli eftir samkomulagi) við...
Sækja um starfHraunbúðir HSU í Vestmannaeyjum óskar eftir sumarstarfsmönnum í býtibúr Hraunbúðir dvalar – og hjúkrunarheimili í Vestmannaeyjum óskar eftir að ráða...
Sækja um starfSumarafleysing móttökuritara Stykkishólmi Starfsmaður óskast til sumarafleysinga í móttöku Heilbrigðisstofnunar Vesturlands. Starfshlutfall er 80-100% – eftir samkomulagi. Tímabilið sem um...
Sækja um starf