Háskóli Íslands
Betri háskóli – betra samfélag
Laust er til umsóknar fullt starf upplýsinga- og skjalastjóra Háskóla Íslands.
Upplýsinga- og skjalastjóri Háskóla Íslands stýrir skjalasafni Háskóla Íslands sem heyrir undir skrifstofu rektors. Stjórnandinn leiðir stefnumótun á sviði upplýsinga- og skjalamála auk þess að bera ábyrgð á stjórnun, meðferð og varðveislu upplýsinga og skjala innan Háskóla Íslands. Starfsviðið nær þvert yfir öll fræðasvið og stjórnsýslu Háskólans og er veigamikill þáttur í að framfylgja gæðastefnu skólans.
Upplýsinga- og skjalastjóri Háskóla Íslands ber ábyrgð á að innleiða og samræma skipulag og verklag við vörslu og örugga meðferð opinberra skjala og upplýsinga í takt við síbreytilegt umhverfi og öra tækniþróun. Stjórnandinn tryggir að upplýsinga- og skjalastjórnun Háskóla Íslands sé í samræmi við stefnu og framtíðarsýn skólans, innri og ytri kröfur, gæðakerfi og þau lög og reglur sem eiga við um starfsemina.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.
Gert er ráð fyrir að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst, eða samkvæmt nánari samkomulagi.
Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókn:
Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests
Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans, sjá hér: http://www.hi.is/haskolinn/jafnrettisaaetlun#markmid2.
Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands, sjá hér: https://www.hi.is/haskolinn/malstefna_haskola_islands
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 24.03.2023
Magnús Diðrik Baldursson
–
[email protected]
Hefur þú brennandi áhuga á sálfræði? Laust er til umsóknar afleysingar starf til eins árs. Starfshlutfall er 100% starf sálfræðings...
Sækja um starfSérfræðingur við hönnunarstjórn og jarðtæknilega hönnun Laust er til umsóknar starf sérfræðings á hönnunardeild Vegagerðarinnar. Starfsstöðin er í Garðabæ eða...
Sækja um starfSviðsstjóri kennslusviðs Háskóla Íslands Viltu taka þátt í að móta kennslu í háskóla í fremstu röð? Háskóli Íslands leitar eftir...
Sækja um starfDeildarstjóri á skrifstofu Sálfræðideildar Laust er til umsóknar fullt starf deildarstjóra á skrifstofu Sálfræðideildar Háskóla Íslands. Um framtíðarstarf er að...
Sækja um starfSálfræðingur barna og unglinga – Heilsugæslan Hlíðum Laust er til umsóknar tímabundið starf sálfræðings fyrir börn og unglinga við Heilsugæsluna...
Sækja um starfEftirlitsmaður á umsjónardeild Vestursvæðis Vegagerðin auglýsir eftir eftirlitsmanni með nýframkvæmdum og viðhaldi vega. Um er að ræða fullt starf á umsjónardeild...
Sækja um starf