Embætti landlæknis leitar að öflugum verkefnastjóra til starfa á heilbrigðisupplýsingasviði. Sviðið ber ábyrgð á greiningu gagna úr sk. heilbrigðisskrám sem eru gagnasöfn á landsvísu.. Skrárnar veita m.a. stuðning við lögbundin hlutverk embættisins og við stefnu og aðgerðir heilbrigðisyfirvalda. Sviðið ber m.a. ábyrgð á greiningu gagna er varða heilsufar, áhrifaþætti heilsu, dánarmein, fæðingar, lyfjanotkun og starfsemi heilbrigðisþjónustu auk miðlun tölulegra upplýsinga þar um.
Í boði er áhugavert og krefjandi starf þar sem reynir á almenna þekkingu á gagnavinnslu og gagnagreiningu. Næsti yfirmaður er sviðsstjóri heilbrigðisupplýsingasviðs en viðkomandi mun vinna í teymi sérfræðinga á sviðinu og í nánu samstarfi við aðra sérfræðinga innan og utan embættisins. Starfið er laust frá og með 1. maí eða eftir samkomulagi og starfsstöð er í Reykjavík.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Við ráðningu er tekið mið af jafnréttisstefnu embættisins og við hvetjum einstaklinga af öllum kynjum til að sækja um starfið.
Umsóknin gildir í 6 mánuði eftir að umsóknarfrestur rennur út nema umsækjandi ákveði annað. Embætti landlæknis áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Öllum umsóknum verður svarað að ráðningu lokinni.
Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá, auk 1-2 bls. kynningarbréfs þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Mat á hæfni umsækjenda byggir á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur.
Embætti landlæknis starfar í samræmi við lög um landlækni og lýðheilsu. Hlutverk embættisins í hnotskurn er að stuðla að góðri og öruggri heilbrigðisþjónustu, heilsueflingu og öflugum forvörnum. Embættið hefur sett sér gildi sem starfsfólki ber að hafa að leiðarljósi þ.e. ábyrgð, virðing og traust. Við erum heilsueflandi vinnustaður sem leggur áherslu á að efla mannauð og stuðla að góðri heilsu og líðan starfsfólks.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 20.03.2023
Sigríður Haraldsd. Elínardóttir, Sviðsstjóri
–
[email protected]
–
510-1900
Þórgunnur Hjaltadóttir, Mannauðsstjóri
–
[email protected]
–
510-1900
Sérfræðingur í milliverðlagningu hjá Skattinum Skatturinn leitar að öflugum liðsauka til starfa á starfsstöð Skattsins í Reykjavík og til að...
Sækja um starfAðstoðarmatráður – Eskifjörður – Hjúkrunarheimilið Hulduhlíð – SUMRAFLEYSING 2023 Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða í sumarafleysingu aðstoðarmatráð í...
Sækja um starfSérfræðingur við hönnunarstjórn Borgarlínu Laust er til umsóknar starf sérfræðings á hönnunardeild Vegagerðarinnar í Garðabæ. Vegagerðin vinnur að þróun, skipulagi,...
Sækja um starfSérfræðingur á sviði fisksjúkdóma Laust er til umsóknar starf sérfræðings við Rannsóknadeild fisksjúkdóma hjá Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að...
Sækja um starfEftirlitsmaður á umsjónardeild Vestursvæðis Vegagerðin auglýsir eftir eftirlitsmanni með nýframkvæmdum og viðhaldi vega. Um er að ræða fullt starf á umsjónardeild...
Sækja um starfStarfsfólk óskast í nýtt virkniúrræði Starfsfólk óskast í nýtt virkniúrræði fyrir börn sem eru umsækjendur um alþjóðlega vernd Vinnumálastofnun á...
Sækja um starf