
VERKEFNASTJÓRI Í VÖRUÞRÓUN
Össur leitar að metnaðarfullum, jákvæðum og skipulögðum einstaklingi til að vinna sem verkefnastjóri í hópi sérfræðinga. Í starfinu felst að áætla og stýra þróunarverkefnum frá hugmynd til vöru á alþjóðlegum markaði samkvæmt gæðaferlum Össurar. Sjá um skýrslugerð og skýr samskipti til hagsmunaaðila og takast á við þær áskoranir sem koma upp á verkefnistímanum.
STARFSSVIÐ
• Verkefnastjórnun á sviði vöruþróunar í þverfaglegum verkefnateymum
• Gerð verkefnaáætlana og framfylgd þeirra
• Umsjón með skjölun og skjalastjórnun í verkefnum
HÆFNISKRÖFUR
• Háskólapróf sem nýtist í starfi, BSc eða MSc í verkfræði
• Að minnsta kosti þriggja ára starfsreynsla á sviði verkefnastjórnunar, ákjósanlega í hönnun og þróun
• Að minnsta kosti IPMA D-vottun
• Leiðtogahæfileikar
• Reynsla í Microsoft Project
• Mjög góð enskukunnátta
Umsóknarfrestur er til og með 29. janúar 2018. Sótt er um störf á vef Össurar, ossur.is/mannaudur. Athugið að velja viðeigandi starf.
Nánari upplýsingar veitir mannauðsdeild í síma 515 1300.
Merkja við auglýsingu
Þú þarft að skrá þig inn til að vista þessa auglýsingu