Fjölmenningarsetur leitar að framsæknum og drífandi einstaklingi sem nýtur sín við að leiða fólk til árangurs.
Fjölmenningarsetur starfar eftir lögum um málefni innflytjenda nr. 116/2012. Markmið okkar er að stuðla að framþróun á sviði málefna innflytjenda og flóttafólks. Hlutverk Fjölmenningarsetur felst í því að veita stjórnvöldum, stofnunum, fyrirtækjum, félögum og einstaklingum ráðgjöf og upplýsingar í tengslum við málefni innflytjenda. Vera sveitarfélögum til ráðgjafar við að taka á móti innflytjendum sem flytjast í sveitarfélagið, taka saman og miðla upplýsingum um réttindi og skyldur innflytjenda.
Við auglýsum eftir öflugum verkefnastjóra til að leiða verkefnum sem stuðla að inngildingu og jafnrétti ásamt því að tryggja gæði í upplýsingamiðlun á vegum stofnana.
Við leitum að árangursdrifnum, metnaðarfullum og sjálfstæðum einstaklingi sem nær því besta fram hjá samstarfsfólki bæði innan stofnunar sem utan. Um er að ræða spennandi starf þar sem áhersla er á teymisvinnu, verkefni og góða þjónustu. Mögulegt er að sinna starfinu frá starfsstöðvum okkar víðsvegar um landið. Starfið tilheyrir sviði upplýsinga og þróunar.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Fræðagarður hafa gert.
Áhugasamir einstaklingar eru hvattir til að sækja um starfið óháð kyni, kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, skertri starfsgetu, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu. Með umsókn skal fylgja afrit af prófskírteinum, ítarleg náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hvernig umsækjandi uppfyllir hæfniskröfur. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Tekið skal fram að umsókn getur gilt í sex mánuði eftir að umsóknarfresti lýkur, sbr. reglur nr. 464/1996 um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf frá 1. mars 2023 eða fyrr.
Fjölmenningarsetur er með starfsstöðvar á Ísafirði og í Reykjavík. Mögulegt er að sinna þessum störfum frá báðum þeim stöðum.
Fjölmenningarsetur hefur nýja og metnaðarfulla mannauðsstefnu, samskiptasáttmála sem og viðverustefnu svo dæmi sé tekið. Komdu til okkar og taktu þátt í að gera góðan vinnustað betri!
Frekari upplýsingar um Fjölmenningarsetur má sjá á www.mcc.is
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 03.02.2023
Nichole Leigh Mosty
–
[email protected]
–
4503091
Sálfræðingur fullorðinna – Heilsugæslan Árbæ Laust er til umsóknar 60-80% ótímabundið starf sálfræðings fullorðinna við Heilsugæsluna Árbæ. Æskilegt er að...
Sækja um starfSálfræðingur fullorðinna – Heilsugæslan Efstaleiti Laust er til umsóknar 80-100% tímabundið starf sálfræðings fullorðinna við Heilsugæsluna Efstaleiti. Æskilegt er að...
Sækja um starfLögfræðingur Útlendingastofnun leitar að kraftmiklum lögfræðingi til starfa við afgreiðslu umsókna hjá stofnuninni. Verksvið lögfræðings er fjölbreytt, t.a.m. afgreiðsla umsókna,...
Sækja um starfKerfisstjóri Við leitum að kerfisstjóra með þekkingu á miðlægum Microsoft lausnum til að sinna kerfisstjórn og þjónustu við notendur ráðuneyta...
Sækja um starfEftirlitsmaður flugvalla Samgöngustofa óskar eftir að ráða starfsmann í flugleiðsögu-, flugvalla- og flugverndardeild. Starfið felst í eftirlits- og stjórnsýsluverkefnum. Helstu...
Sækja um starfSérfræðingur á sviði vatnamála Umhverfisstofnun hefur umsjón með innleiðingu stjórn vatnamála, sem felur m.a. í sér að vinna að langtímavernd...
Sækja um starf