
VERKEFNISSTJÓRAR Í KORNRÆKT OG FÓÐURJURTUM
Laust er til umsóknar störf tveggja verkefnisstjóra í kornrækt annarsvegar og fóðurjurtum hinsvegar við Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ). Starfsmennirnir yrðu hluti af teymi LbhÍ
sem sinnir rannsóknum, nýsköpun og fræðslu á sviði jarðræktar.
STARFSKYLDUR
» Sinna rannsóknum í jarðrækt með áherslu á kornrækt / fóðurjurtri
» Sækja rannsóknarstyrki í erlenda og innlenda sjóði
» Leitast eftir samstarfi/samvinnu við annað vísindafólk
» Sækja sér faglega þekkingu á ráðstefnum, samráðsvettvangi erlendis og innanlands
» Kennsla á grunn- og framhaldsstigi og leiðbeining nemenda
» Kynna niðurstöður rannsókna á ritrýndum vettvangi og fyrir almenningi
» Vera virkur þátttakandi í faglegu þróunarstarfi og uppbyggingu innan skólans
MENNTUNAR- OG HÆFNISKRÖFUR
» Framhaldsnám (MSc/PhD) á háskólastigi í búvísindum, lífræði, plöntuvistfræði eða skyldum greinum
» Þekking á lífeðlis- og erfðafræði plantna
» Þekking á kynbótum og/eða ræktun nytjajurta á norðlægum slóðumæ skileg
» Áhugi á kennslu og miðlun þekkingar
» Getu til að vinna sjálfstætt og sem hluti af hóp
UMSÓKNARFRESTUR
» 15.08.2020
NÁNARI UPPLÝSINGAR
Nánari upplýsingar um starfið veita Guðmunda Smáradóttir, mannauðs- og gæðastjóri,
gudmunda@lbhi.is sími 433-5000 og Þóroddur Sveinsson forseti deildar ræktunar og fæðu, thorodd@lbhi.is, sími 843-5331
Launakjör eru skv. kjarasamningum opinberra starfsmanna. Um starfskjör, réttindi og skyldur gilda að öðru leyti lög um
réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996.
Merkja við auglýsingu
Þú þarft að skrá þig inn til að vista þessa auglýsingu
Sækja um starf
Til að sækja um þetta starf, vinsamlega farðu á www.stjornarradid.is.