Háskóli Íslands
Betri háskóli – betra samfélag
Laust er til umsóknar fullt starf verkefnisstjóra í starfsmannaþjónustu á Félagsvísindasviði Háskóla Íslands.
Ef þú ert kraftmikill, skipulagður og þjónustulundaður einstaklingur sem brennur fyrir því að þróa nýjar leiðir og hefur gaman af samskiptum við fólk þá gæti þetta starf verið fyrir þig.
Starfssvið verkefnisstjórans felst í samskiptum og þjónustu við starfsfólk Félagsvísindasviðs og teymisvinnu innan stjórnsýslu sviðsins og innan HÍ.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.
Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókn:
Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.
Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.
Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans, sjá hér: http://www.hi.is/haskolinn/jafnrettisaaetlun#markmid2
Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands, sjá hér: https://www.hi.is/haskolinn/malstefna_haskola_islands
Háskóli Íslands er stærsta kennslu-, rannsókna- og vísindastofnun Íslands með stórt og fjölbreytt safn rannsóknarverkefna. Háskóli Íslands veitir nemendum víðtæka menntun á öllum helstu fræðasviðum og þjónar stofnunum, fyrirtækjum og stjórnvöldum í þágu almannaheilla. Háskóli Íslands er í hópi 300 bestu háskóla heims samkvæmt nýjum matslista Times Higher Education.
Á Félagsvísindaviði starfa á þriðja hundrað manns að kennslu og rannsóknum. Vísindafólk sviðsins stundar grunnrannsóknir, hagnýtar rannsóknir og þjónusturannsóknir og lögð er mikil áhersla á fjölbreytta miðlun þekkingar, öflugar samræður við íslenskt samfélag og alþjóðlega fræðasamfélagið.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 30.01.2023
Sigríður Björk Gunnarsdóttir, Rekstrarstjóri Félagsvísindasviðs
–
[email protected]
Gagnasöfnun – spyrlar Hagstofa Íslands óskar eftir að ráða spyrla til starfa í tímabundin verkefni í símaveri Hagstofunnar í Reykjavík....
Sækja um starfSkrifstofumaður Laust er til umsóknar 70% hlutastarf skrifstofumanns við embætti sýslumanns í Vestmannaeyjum. Embættið er stjórnsýslu- og þjónustustofnun sem reist...
Sækja um starfÞjónustufulltrúi Fjölbreytt starf í þjónustuveri Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu fyrir kraftmikinn einstakling með ríka þjónustulund og góða samskiptafærni. Sýslumannsembættin veita viðskiptavinum...
Sækja um starfSumarafleysing – Móttökuritari Viltu slást í hópinn og taka þátt í spennandi uppbyggingu? Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða móttökuritara...
Sækja um starfThe Embassy of Japan seeks a capable, responsible and flexible person for the position of Office Clerk, mainly as a...
Sækja um starfSumarafleysing skrifstofa fjármála Laust er til umsóknar afleysing í starf gjaldkera, bókara og í innheimtu við Sjúkrahúsið á Akureyri. Um...
Sækja um starf