Háskóli Íslands
Betri háskóli – betra samfélag
Háskóli Íslands óskar eftir því að ráða í tímabundið starf verkefnisstjóra í vefteymi skólans. Ráðning er til eins árs. Um er að ræða tímabundið verkefni á styrk. Verkefni tengjast átaki við innleiðingu á nýjum vefjum skólans.
Hlutverk markaðs- og samskiptasviðs er að miðla upplýsingum til markhópa, innra og ytra samfélags, um fjölbreytta og mikilvæga starfsemi Háskóla Íslands, m.a. á sviði kennslu, náms, rannsókna og nýsköpunar. Markaðs- og samskiptasvið leiðir rekstur á öllum helstu vefsvæðum Háskóla Íslands og sér um vinnslu og útgáfu á stórum hluta þess kynningarefnis sem skólinn sendir frá sér.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókn:
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin.
Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.
Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans, sjá hér: http://www.hi.is/haskolinn/jafnrettisaaetlun#markmid2.
Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands, sjá hér: https://www.hi.is/haskolinn/malstefna_haskola_islands.
Háskóli Íslands er í fararbroddi íslenskra háskóla og virkur þátttakandi í alþjóðlegu vísinda- og fræðasamfélagi. Árangur skólans á síðustu árum hefur skipað honum í fremstu röð á heimsvísu samkvæmt viðurkenndum alþjóðlegum mælingum. Háskólinn er einn stærsti og öflugasti vinnustaður landsins. Þar eru um 13 þúsund nemendur og hartnær 1.500 fastráðnir einstaklingar í fjölbreyttum störfum, s.s. við kennslu, í rannsóknum og stoð- og stjórnsýslustörfum. Auk þess eru um 2.400 stundakennarar og lausráðnir starfsmenn hjá HÍ.
Starfsánægja er mikil innan HÍ og starfsandi góður. Starfsfólk telur sig vera í góðri aðstöðu til að þróast í starfi. Þetta kemur fram í nýlegum könnunum.
Háskólinn leggur ríka áherslu á lifandi og fjölskylduvænt starfsumhverfi, jafnrétti, lýðræðisleg vinnubrögð og tækifæri til starfsþróunar.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 30.01.2023
Anna María Einarsdóttir, Vefstjóri
–
[email protected]
Skrifstofustjóri – Geðheilsuteymi HH austur Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins leitar eftir skrifstofu- og kerfisstjóra í ótímabundið starf við Geðheilsuteymi austur sem er þverfaglegt...
Sækja um starfSumarafleysing á starfsmannaþjónustu Laust er til umsóknar sumarstarf hjá starfsmannaþjónustu Sjúkrahússins á Akureyri. Um er að ræða 80-100% stöðu. Næsti...
Sækja um starfMóttökuritari – Fjarðabyggð – Heilsugæsla – SUMARAFLEYSING 2023 Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða móttökuritara í sumarafleysingu hjá HSA...
Sækja um starfSérfræðingur í lífeyrismálum Býr þú yfir mikilli þjónustulund og hefur áhuga á að ráðleggja lífeyrisþegum um réttindi? – þá ætti...
Sækja um starfVerkefnastjóri við Heilbrigðis-, viðskipta og raunvísindasvið Háskólinn á Akureyri auglýsir laust til umsóknar tímabundið starf verkefnastjóra á skrifstofu Heilbrigðis-, viðskipta-...
Sækja um starfDoktorsnemi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands Auglýst er eftir doktorsnema til að taka þátt í rannsóknarverkefni sem nýlega hlaut verkefnisstyrk úr...
Sækja um starf