
Vilt þú vinna hjá frumkvöðlafyrirtæki í geðheilbrigðisþjónustu við börn og ungmenni?
SÓL, sálfræði- og læknisþjónusta óskar eftir fagfólki til að starfa með öflugum hópi sérfræðinga í þjónustu við börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra.
Við leitum að sálfræðingum, læknum, og félagsráðgjafa/þroskaþjálfa/sérkennara til til starfa í SÓL:
• Leitað er að sálfræðingum til að sinna greiningu og meðferð vegna taugaþroska-, hegðunar- og geðræns vanda barna og fullorðinna að 25 ára. Reynsla er æskileg en ekki skilyrði. Handleiðsla er í boði frá sérfræðingum í klínískri sálfræði.
• Leitað er að barna- og unglingageðlæknum, barnalæknum og sérfræðingum í heimilislækningum sem hafa áhuga á að sinna börnum með taugaþroskavanda, hegðunar- og geðvanda. Leitað er að fullorðinsgeðlæknum til að sinna aldurshópnum 18-25 ára. Til greina kemur að ráða lækna úr öðrum sérgreinum og almenna lækna með áhuga. Handleiðsla er í boði frá sérfræðilæknum í SÓL.
• Leitað er að áhugasömum starfskrafti með grunn t.d. í félagsráðgjöf, þroskaþjálfun eða sérkennslu sem getur sinnt ráðgjöf til foreldra og samskiptum við skóla og aðra þjónustuaðila. Handleiðsla er veitt af sérfræðingum.
SÓL hóf starfsemi í byrjun árs 2017 með það að markmiði er að bæta aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn og ungmenni að 25 ára aldri. Hjá SÓL starfar fjölbreyttur hópur sálfræðinga og lækna og byggt er á þverfaglegri teymisvinnu, gagnreyndum aðferðum og einstaklingsnálgun.
Verkefni eru fjölbreytt og möguleikar eru á þátttöku í þróun nýrra úrræða.
Fyrirspurnir berist til Ágústu Ingibjargar Arnardóttur sérfræðings í klínískri sálfræði á netfangið agusta@sol.is eða til Steingerðar Sigurbjörnsdóttur barna- og unglingageðlæknis steingerdur@sol.is.
Áhugasamir eru eindregið hvattir til að hafa samband.
Merkja við auglýsingu
Þú þarft að skrá þig inn til að vista þessa auglýsingu