Vilt þú verða hluti af öflugum hópi hjúkrunarfræðinga?
Heilsugæslan í Efra-Breiðholti auglýsir eftir hjúkrunarfræðingi í 80-100% ótímabundið starf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. maí nk. eða eftir nánara samkomulagi.
Við erum að leita að hjúkrunarfræðingi sem er tilbúinn að takast á við fjölbreytt, krefjandi og skemmtileg verkefni. Ef þú ert að leita að starfi þar sem enginn dagur er eins þá hvetjum við þig til þess að sækja um.
Megin starfssvið er skólaheilsugæsla í Fellaskóla (um 300 nemendur) ásamt almennri móttöku á heilsugæslustöð. Skólahjúkrunarfræðingur sinnir reglubundnu heilbrigðiseftirliti nemenda og fræðslu. Auk þess sinnir hann öðrum viðfangsefnum sem upp kunna að koma í samstarfi við annað starfsfólk skólans og foreldra eftir þörfum hverju sinni.
Í hjúkrunarmóttökunni er fólki á öllum aldri sinnt sem kemur í báðaerindum, bókaða tímí og/eða í símaráðgjöf. Um er að ræða skemmtilegt starf í fjölmenningarlegu samfélagi.
Heilsugæslan í Efra-Breiðholti leggur áherslu á einstaklingsmiðaða aðlögun og stuðning við nýja starfsmenn
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.
Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar. Leggja skal fram staðfestar upplýsingar um menntun, fyrri störf og reynslu. Gögn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu berast Svövu Þorkelsdóttur, framkvæmdarstjóra mannauðs og nýliðunar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Álfabakka 16, 109 Reykjavík. HH áskilur sér rétt til þess að óska eftir hreinu sakavottorði.
Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur. Tekið er mið af jafnréttis- og mannréttindastefnu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við ráðningu í starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.
Starfshlutfall er 80-100%
Umsóknarfrestur er til og með 27.03.2023
Vildís Bergþórsdóttir
–
[email protected]
–
821-2160
Starfsmaður í eldhúsi Lausar eru til umsóknar tvær 80-100% stöður starfsmanna í eldhúsi við Sjúkrahúsið á Akureyri. Vinnufyrirkomulag er vaktavinna. ...
Sækja um starfMannauðsráðgjafi Mannauðsdeild Landspítala leitar að öflugum mannauðsráðgjafa. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf í þverfaglegu teymi og með...
Sækja um starfLæknir – vera á skrá hjá HSU Hér geta læknar með starfsleyfi og læknanemar skráð almenna starfsumsókn Umsóknir hverfa eftir...
Sækja um starfSjúkraliði – Sumarafleysing á heilsugæslustöðvar HVE í Ólafsvík og Grundarfirði Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) óskar eftir að ráða sjúkraliða/sjúkraliðanema í sumarafleysingu...
Sækja um starfSjúkraliðar/nemar í sumarafleysingar í heimahjúkrun á Akureyri Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Akureyri óskar eftir sjúkraliðum/nemum í sumarafleysingar í heimahjúkrun. Ráðningartímabil er...
Sækja um starfSjúkraliði- Heimahjúkrun HH Heimahjúkrun Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins leitar eftir sjúkraliða í vaktavinnu. Um er að ræða ótímabundið starf á morgun-, kvöld-...
Sækja um starf