
VP of IT and GPMO – Forstöðumaður upplýsingatæknisviðs
Forstöðumaður upplýsingatæknisviðs
Við leitum að öflugum og framsæknum stjórnanda til að leiða Upplýsingatæknisvið Össurar. Um er að ræða krefjandi starf sem felur í sér þróun og þjónustu tækniumhverfis, upplýsingakerfa og stafrænna lausna Össurar á alþjóðavísu.
Össur er á stafrænni vegferð og þurfum við einstakling sem getur tengt saman viðskipti og tæknilausnir.
Við leggjum áherslu á þverfaglega teymisvinnu, fagleg vinnubrögð og gott starfsumhverfi.
Starfssvið
Stýrir upplýsingatæknisviði og alþjóðlegri verkefnastofu
Þróar og leiðir stefnu upplýsingatæknisviðs í samvinnu við framkvæmdarstjórn
Ber ábyrgð á þróun og rekstri tölvukerfa og stafrænna lausna
Leiðir öflugan hóp starfsmanna og drífur áfram verkefni
Áhættustýring og öryggismál
Hæfniskröfur
Háskólagráða á meistarastigi sem nýtist í starfi
Yfirgripsmikil og farsæl stjórnunarreynsla, leiðtogahæfni og drifkraftur
Víðtæk þekking og reynsla af uppbyggingu innviða og kerfa í tækniumhverfi
Haldbær reynsla í stýringu verkefna og breytingastjórnun
Mjög góð enskukunnátta
Framúrskarandi hæfni í samskiptum og samvinnu
Umsóknarfrestur er til og með 26. október.
Merkja við auglýsingu
Þú þarft að skrá þig inn til að vista þessa auglýsingu
Sækja um starf
Til að sækja um þetta starf, vinsamlega farðu á ossur.wd3.myworkdayjobs.com.